Vettvangsrannsókn lokið

Slysið varð við Sauðahlíðar, suður af Skriðdal og vest­ur af …
Slysið varð við Sauðahlíðar, suður af Skriðdal og vest­ur af Öxi. mbl.is/Árni Sæberg

Ekki er vitað um orsakir flugslyssins sem varð á sunnudaginn við Sauðahlíðar á Austurlandi. Þrír fórust í slysinu en vettvangsrannsókn lögreglu og Rannsóknarnefndar samgönguslysa (RNSA) telst nú lokið.

Rannsókn stóð yfir sunnudagskvöld og fram til morguns. Hún hélt svo áfram í gær seinnipartinn.

Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglunnar á Austurlandi.

Flugvélin var í gærkvöldi flutt af slysstað með aðstoð þyrlu Landhelgisgæslu og síðan landleiðina í húsakynni RNSA á höfuðborgarsvæðinu. 

Minningarstund verður haldin í Egilsstaðakirkju í dag klukkan 18. Lögreglan minnir á samráðshóp almannavarna um áfallahjálp sem í boði er fyrir þá sem eiga um sárt að binda eftir slysið

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka