Síminn hefur virkjað nýjan sendistað sem bætir farsímasamband á gossvæðinu við Litla-Hrút. Þannig geta þau sem fara að gosstöðvunum, viðbragðsaðilar og vísindafólk verið í betra sambandi á gossvæðinu.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Símanum.
Hinn nýi sendistaður er á Hafnhóli við Vatnsleysuvík en snýr í átt að gossvæðinu sem tryggir betra farsímasamband.
Uppsetning á bráðabirgðasendum sem þessum er unnin í samstarfi við Mílu, Almannavarnir, Neyðarlínuna, og önnur fjarskiptafélög en verið er að skoða frekari aðgerðir sem fara þarf í til að auka öryggi vegfarenda á svæðinu.