Ekki komið nafn á hraunið

Ferðamenn mynda hraunið.
Ferðamenn mynda hraunið. mbl.is/Hákon

Ekk­ert nafn er komið á hraun eld­goss­ins á milli Litla-Hrúts og Keil­is að sögn Sig­urðar Guðjóns Gísla­son­ar, for­manns Land­eig­enda­fé­lags Hrauns, en eld­gosið er í landi Hrauns.

Hraun eld­goss­ins við Fagra­dals­fjall árið 2021 fékk nafnið Fagra­dals­hraun en það er sveit­ar­stjórn Grinda­vík­ur­bæj­ar að ákveða nafnið. 

Sig­urður nefn­ir að þá var haft sam­band við land­eig­end­ur vegna nafn­gift­ar­inn­ar.

„Ég veit ekki hvaða hátt­ur verður á því núna eða hvernig þetta mun fara. Það mun ör­ugg­lega skýr­ast á þróun næstu daga.“

Hann nefn­ir að alls kon­ar kenni­leiti eru í kring­um eld­gosið sem gætu nýst ef hraun­inu verður gefið nafn. 

Fyrstu mæl­ing­ar 

Fyrstu mæl­ing­ar jarðvís­inda­fólks hjá Jarðvís­inda­stofn­un HÍ voru birt­ar í kvöld. 

Hóp­ur frá Nátt­úru­fræðistofn­un og Jarðvís­inda­stofn­un flaug yfir gosstöðvarn­ar um kl. 18 í gær og tók lóðrétt­ar loft­mynd­ir af hraun­inu með Hassel­blad mynda­vél Nátt­úru­fræðistofn­un­ar. 

Kort/​Jarðvís­inda­stofn­un

Niður­stöður mæl­ing­anna eru að um 25 tím­um eft­ir gos­byrj­un var rúm­mál hrauns­ins um 1,7 millj­ón rúm­metr­ar, sem sam­svar­ar því að meðal­hraun­flæði þessa 25 tíma hafi verið um 18-20 m3/​s. 

Rennsli var mest á mánu­dags­kvöld og lík­lega var há­marks­rennslið yfir 50 m3/​s.  Senni­lega var hraun­rennslið komið ná­lægt 15 m3/​s síðdeg­is þann 11. júlí.  

Þá er efna­sam­setn­ing hrauns­ins af svipaðri gerð og hraunið sem kom upp í lok goss­ins 2021 og þess sem gaus í ág­úst í fyrra.

Áætlað er að safna meiri upp­lýs­ing­um á næst­unni og fylgj­ast með þróun hraun­rennsl­is­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert