Enn vellur úr gosopinu

Enn vellur einungis úr einu gosopi við Litla-Hrút og hraunið …
Enn vellur einungis úr einu gosopi við Litla-Hrút og hraunið rennur í suðurátt. mbl.is/Kristinn Magnússon

Litlar breytingar hafa orðið á eldgosinu við Litla-Hrút í nótt, segir Magnús Freyr Sigurkarlsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands.

Enn vellur einungis úr einu gosopi og hraunið rennur í suðurátt. Í dag mun Veðurstofan fylgjast með því hvort einhverjar breytingar verði á gosinu.

„Við reynum að skoða hvort það séu ný gögn fyrir aflögun á svæðinu, hvort að það muni gefa einhverjar vísbendingar um kvikugang sem er undir stóru svæði,“ segir Magnús. 

Hvað veður varðar þá skilst Magnúsi að „það eigi að vera ansi fínt veður í dag“. Hæg breytileg átt með morgninum sem breytist í norðanátt þegar líður á daginn. Það má því gera ráð fyrir að það verði lítið um ský.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert