Halda áfram að slökkva eldana á morgun

Þyrla Landhelgisgæslunnar var send fyrr í kvöld til þess að …
Þyrla Landhelgisgæslunnar var send fyrr í kvöld til þess að reyna halda aftur að dreifingu gróðurelda á gossvæðinu. mbl.is/Árni Sæberg

„Þyrlan þurfti að fara í annað verkefni og þeir þurftu frá að hverfa þangað til annað kemur í ljós,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna, en fyrr í kvöld var þyrla Landhelgisgæslunnar send með skjólu til þess að reyna halda gróðureldum í skefjum sem myndast hafa í kjölfar eldgossins við Litla-Hrút.  

Að sögn Hjördísar var ákveðið að prófa að nota þyrluna til þess að reyna slökkva eldana norðan megin við sprunguna, bæði til þess að stoppa útbreiðslu og vegna mengunar af völdum gróðureldanna. Verður farið aftur í málið um leið og hægt er, segir hún.  

Gunnar Örn Arnarson, stýri­maður hjá Land­helg­is­gæsl­unni, segir að mögulega verði gerð önnur tilraun á morgun en eins og er eru engar aðrar aðgerðir í gangi til þess að reyna halda aftur af dreifingu gróðureldanna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert