Lítil loftmengun hefur mælst síðan eldgos hófst

Að sögn Þorsteins gegna árstíðir veigamiklu hlutverki þegar kemur að …
Að sögn Þorsteins gegna árstíðir veigamiklu hlutverki þegar kemur að loftmengun í kjölfar eldgosa. mbl.is/Árni Sæberg

Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur í loftmengun hjá Umhverfisstofnun, segir hverfandi loftmengun hafa mælst síðan eldgos hófst á Reykjanesskaga á mánudaginn.

Samt sem áður hvetur hann fólk til þess að fylgjast vel með stöðu loftgæða á meðan á því stendur. Að sögn Þorsteins gegna árstíðir veigamiklu hlutverki þegar kemur að loftmengun í kjölfar eldgosa.

„Það hefur eiginlega bara hverfandi mengun mælst í byggð á Suðurnesjum síðan gosið byrjaði. Þetta skýrist af því að það er sumar núna og þess vegna er yfirborð jarðar heitt og þá er meira uppstreymi frá yfirborðinu. Ef við hefðum verið með nákvæmlega sama gos núna í byrjun janúar þegar var hægviðri og frost þá er hitahvarf og þá hefði sennilega mælst meiri mengun,“ segir Þorsteinn.

Meiri loftmengun í síðustu gosum

„Þeir sem eru með astma geta kannski fundið fyrir versnun á sínum sjúkdómi og bæta þá við sig lyfjum eða hækka skammta,“ segir Þorsteinn, aðspurður á hvaða hópa samfélagsins síðri loftgæði af völdum gossins hafi helst áhrif.

Hann segir að enn sem komið er hafi meiri loftmengun mælst í síðustu eldgosum, en þó sé erfitt að segja til um hvað næstu dagar hafi í för með sér.

Meira í Morgunblaðinu í dag, miðvikudag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert