Slökkva gróðurelda með þyrlunni

Unnið er að því að slökkva elda sem hafa kviknað …
Unnið er að því að slökkva elda sem hafa kviknað í kjölfar gossins. mbl.is/Árni Sæberg

„Eins og er þá er þyrlan okkar þarna með skjóluna,“ segir Gunnar Örn Arnarsson, stýri­maður Land­helg­is­gæsl­unn­ar. Vinnur áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar ótrauð við að slökkva gróðurelda í kringum Litla-Hrút sem hafa kviknað í kjölfar gossins, að ósk almannavarna. 

Greindi mbl.is einnig frá því fyrr í dag að eldur hafi kviknað við gönguleið fjarri eldgosinu en leiða má líkur að því að hann hafi verið af mannavöldum. Eru eldarnir því ekki einungis á svæðinu í kringum hraunið. 

Að svo stöddu er unnið að því að reyna halda utan um gróðureldana en að sögn Gunnars er verið að kæla og bleyta svæðið svo eldarnir breiði ekki úr sér. „Þetta er bara þessi barátta við elda þegar þurrkurinn er,“ segir hann. Bætir hann við að verið sé að vinna í þessu, en það eigi eftir að taka sinn tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert