Þrjú ungmenni ákærð fyrir manndráp

Ungmennin þrjú voru dæmd í áframhaldandi gæsluvarðhald.
Ungmennin þrjú voru dæmd í áframhaldandi gæsluvarðhald. mbl.is/Ófeigur

Þrír ungir karlmenn eru ákærðir fyrir að hafa orðið 27 ára gömlum pólskum karlmanni að bana á bílastæði við Fjarðarkaup í Hafnarfirði í apríl. RÚV greinir frá. 

Gæsluvarðhald var framlengt yfir þeim í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Tveir sakborninga hafa verið vistaðir á Stuðlum vegna aldurs en einn í fangelsinu á Hólmsheiði. Þeir eru allir undir tvítugu.

Fjögur voru handtekin þegar málið kom upp hinn 20. apríl. Það voru mennirnir þrír sem ákærðir eru og ein stúlka. Landsréttur felldi gæsluvarðhald yfir henni úr gildi en hún tók upp myndskeið af árásinni á síma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert