Björgunarsveitarmenn á vakt við gosstöðvarnar við Litla-Hrút í dag segja mönnun ekki vera næga. Blaðamaður mbl.is er á svæðinu og ræddi við björgunarsveitarmenn er þeir fluttu slasaðan ferðamann af svæðinu skömmu fyrir hádegi.
Ferðamennirnir ákváðu að freista gæfunnar og skreppa að eldgosinu áður en þeir þyrftu að fljúga aftur heim. Þeir komust að eldgosinu en á leið til baka aftur í bílinn slasaðist annar þeirra á fæti og þurfti aðstoð björgunarsveita.
Stríður straumur er að gosstöðvunum í dag eins og sést meðal annars í vefmyndavél mbl.is.