Áfrýja sýknudómi til Landsréttar

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson er verjandi Steinu.
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson er verjandi Steinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ríkissaksóknari hefur áfrýjað sýknudómi yfir Steinu Árnadóttur, hjúkrunarfræðingi, til Landsréttar.

RÚV greinir frá þessu

Steina var sýknuð af ákæru þess efnis að hafa orðið sjúklingi á geðdeild Landspítalans að bana, þann 21. júní síðastliðinn. Taldi héraðsdómur Reykjavíkur sannað að aðgerðir Steinu við björgunartilraun hafi valdið bana sjúklingsins en það hafi ekki verið ásetningur hennar og hún því sýknuð.

Ákæru­valdið gaf út ákæru á hend­ur Steinu fyr­ir mann­dráp og brot í op­in­beru starfi. Var henni gefið að sök að hafa banað skjól­stæðingi sín­um, sjúk­lingi á geðdeild Land­spít­al­ans, með því að þvinga ofan í hann nær­ing­ar­drykk. Drykk­ur­inn hafi farið í loft­veg hans með þeim af­leiðing­um að hann kafnaði.

Ekki náðist í verjanda Steinu, Vilhjálm H. Vilhjálmsson, við vinnslu fréttarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert