Bílvelta í Þrengslunum og einn fluttur á slysadeild

Frekari upplýsingar liggja ekki fyrir.
Frekari upplýsingar liggja ekki fyrir. mbl.is/Árni Sæberg

Alvarlegt umferðarslys varð í Þrengslunum og var mikill viðbúnaður á svæðinu. Um bílveltu var að ræða og barst tilkynning vegna þess til lögreglu klukkan 08.38 í morgun.

Uppfært klukkan 11.17

Einn sjúkrabíll frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var sendur á vettvang slyssins rétt fyrir klukkan 09 í morgun. 

Þetta staðfestir Þorsteinn Gunnarsson, varðstjóri í aðgerðastjórn SHS, í samtali við mbl.is.

Frekari upplýsingar voru ekki fáanlegar. 

Uppfært klukkan 11.24

Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi kemur fram að viðbragðsaðilar séu nú að ljúka störfum á vettvangi. Um bílveltu hafi verið að ræða þar sem einn hafi verið í bílnum.

Þá hafi veginum verið lokað um stund en búið sé að opna hann aftur. Umferð á svæðinu sé þó stýrt af lögreglu og megi búast við einhverjum töfum. 

„Tilkynning um slysið barst kl. 08:38 í morgun. Um er að ræða bílveltu og var ökumaðurinn einn í bílnum þegar slysið varð. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á sjúkrahús í Reykjavík. Lögregla ásamt rannsóknarnefnd samgönguslysa vinnur að rannsókn málsins,“ segir á vef lögreglunnar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert