„Enginn kvartað eftir að kerra fauk út af“

Hjálmar Hallgrímsson, vettvangsstjóri hjá Lögreglunni á Suðurnesjum.
Hjálmar Hallgrímsson, vettvangsstjóri hjá Lögreglunni á Suðurnesjum. mbl.is/Kristófer Liljar

„Þetta var ekki vandamál, almennt fór fólk bara eftir þessu,“ segir Hjálmar Hallgrímsson, vettvangsstjóri lögreglunnar á Suðurnesjum, spurður hvort fólk hafi virt lokun gossvæðisins í dag.

Hjálmar segir fólk hafa verið mætt á svæðið klukkan sex í morgun. Þegar ákveðið var að loka svæðinu klukkan hálf ellefu var því talsverður fjöldi á svæðinu. Þrátt fyrir það gekk vel að rýma svæðið.

„Eftir að bílkerra og reiðhjólamenn fuku út af veginum hafa ekki borist margar kvartanir,“ segir Hjálmar, en mikill vindur var á Suðurstrandarvegi í morgun. Engin slys urðu á fólki. 

Slökkviliðið á gosstað

Þessa stundina er slökkviliðið á leiðinni á gosstað til þess að slökkva gróðurelda. Segir Hjálmar það hluta af lokuninni að viðbragðsaðilar hafi þurfti vinnufrið til þess að reyna að slá á gróðureldana.

Enda mengunin af brunanum svo mikil að lyktin fannst í bílum sem keyrðu um Suðurstrandarveg að sögn Hjálmars.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert