Gönguleið að gosstöðvum lokað fram á laugardag

Ástæðan fyrir lokuninni er að tryggja öryggi ferðamanna og viðbragðsaðila.
Ástæðan fyrir lokuninni er að tryggja öryggi ferðamanna og viðbragðsaðila. mbl.is/Hákon

Meradalaleið að gosstöðvunum hefur verið lokað og er því lokað fyrir alla umferð gangandi að gossvæðinu við Litla-Hrút. Lokunin hefur þegar tekið gildi og verður endurskoðuð eftir fund viðbragðsaðila á laugardagsmorgun. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum.

Ástæðan fyrir lokuninni er að tryggja öryggi ferðamanna og viðbragðsaðila. Mikil mengun er á svæðinu og þá ekki síst vegna gróðurelda, að sögn lögreglu.

Hunsa fyrirmæli viðbragðsaðila

„Lögreglustjóri getur því miður ekki tryggt öryggi þeirra sem inn á svæðið fara við þessar aðstæður. Þá hætta mjög margir sér inn á skilgreint hættusvæði og hunsa fyrirmæli viðbragðsaðila,“ segir í tilkynningu.

Í dag og á morgun verður hvasst veður við gosstöðvarnar og vindátt óhagstæð göngufólki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka