Myndskeið: Rauðglóandi eldtungur í kvöldsólinni

Ferðamenn streymdu að Litla-Hrút í gærkvöldi til að berja gosstöðvarnar augum. Gróðureldar umkringja hraunjaðarinn en í gegnum reykjarmökkinn sjást rauðglóandi og appelsínugular eldtungur þeysast upp úr gosopinu.

Hraun rennur frá sprungunni í myndarlegri hrauná sem flæðir um hraunbreiðuna sem hefur myndast fyrir sunnan sjálfa sprunguna.

Ágúst Óliver Erlingsson kvikvmyndatökumaður mbl.is fór að gosstöðvunum í gær með dróna meðferðis og náði þessu stórfenglega sjónarspili á filmu í kvöldsólinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert