Óljóst hvort gönguleiðin verði opin umferð í dag

Aðstæður eru alls ekki góðar til að berja eld­gosið við …
Aðstæður eru alls ekki góðar til að berja eld­gosið við Litla-Hrút aug­um. Samsett mynd

Hjálmar Hallgrímsson, vettvangsstjóri hjá Lögreglunni á Suðurnesjum, segir í samtali við mbl.is að ákvörðun hafi ekki verið tekin um hvort gönguleiðin að gosstöðvunum verði opin umferð í dag. Segir hann það skýrast á fundi á eftir og í framhaldinu.

Aðstæður eru alls ekki góðar til að berja eldgosið við Litla-Hrút augum. Segir Hjálmar vindinn meiri í dag en í gær, allt upp í 13 metra á sekúndu.

„Þetta er beint í andlitið við að ganga inn eftir og ennþá þessi mosabruni og aðstæður alls ekki góðar.“

Ein og ein lítilsháttar tognun

Segir hann nóttina hafa verið frekar rólega og allt gengið vel.

„Það fækkaði á svæðinu þegar leið á kvöldið en það var samt sem áður þó nokkuð af fólki þar. Viðbragðsaðilar þurftu að sinna einu og einu tilviki yfir nóttina vegna lítilsháttar tognana eða annarra minniháttar meiðsla.“

Segir hann að ákveðinn hópur vilji sjá gosið þegar fer að skyggja og sjónarspilið tilkomumeira.

„Það er þá greinilega líka bara fólk sem er vant því að gera þetta.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert