Segir ákveðna lokunarmenningu ríkja

Einungis ein gönguleið er að eldgosinu við Litla-Hrút. Henni hefur …
Einungis ein gönguleið er að eldgosinu við Litla-Hrút. Henni hefur verið lokað fram á laugardag. mbl.is/Hákon

Fjallagarpurinn Haraldur Örn Ólafsson segir farið að bera á ákveðinni lokunarmenningu á Íslandi. Hann bendir á að margar leiðir séu að gosstöðvunum og segir að opna eigi þær, frekar en að grípa til umferðarbanns. 

Þannig megi fyrirbyggja að ófremdarástand skapist á gönguleiðum að gosinu.

Lýsir Haraldur yfir óánægju yfir því að leiðinni að gosstöðvunum hafi verið lokað og bendir á  á að fleiri leiðir séu mögulegar að gosstöðvunum. Séu þær jafnvel „styttri, öruggari og reyklausar“.

Hann hafi sjálfur verið stöðvaður þegar hann reyndi að fara aðra leið að gosinu en þá sem fólki er gert að fylgja í samræmi við tilmæli viðbragðsaðila.

„Það má vara við hættu og ráðleggja fólki frá því að fara að gosi en það ætti ekki að stöðva það og banna för,“ segir Haraldur í færslunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert