Stöðugur gosórói í nótt

Gosið mallar áfram, óróinn hefur haldist stöðugur í nótt og …
Gosið mallar áfram, óróinn hefur haldist stöðugur í nótt og áfram er lítil skjálftavirkni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Lítið er að frétta af eldgosinu við Litla-Hrút frá því í gærkvöldi að sögn náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands.

Gosið mallar áfram, óróinn hefur haldist stöðugur og áfram er lítil skjálftavirkni.

Í dag verður norðlæg átt 8-13 metrar á sekúndu og hvessir síðdegis. Því berst gasmengunin til suðurs og að mestu yfir sjó, en gæti orðið vart á Suðurstrandarvegi og á gönguleiðum þaðan að gosstöðvunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert