Vill stytta gönguleiðina að gosstöðvunum

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra.
Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra. mbl.is/Óttar

„Fólk mun vilja sjá þetta,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra og vísar til eldgossins við Litla-Hrút.

Í samtali við mbl.is lýsti hún þeirri skoðun sinni að reyna ætti að bregðast við með einhverjum hætti þannig að það sé öruggara fyrir fólk að komast að gosstöðvunum.

Ryðja betri stíga og vegi

„Ég er á þeirri skoðun að það ætti að skoða möguleikann á því að ryðja kannski betri stíga og vegi, bæði fyrir viðbragðsaðila til að komast að fólki og til að stytta þessa gönguleið þannig að fólk geti keyrt lengra,“ segir Guðrún.

Ríkisstjórnin kemur saman á föstudag þar sem farið verður vel yfir stöðuna og hvernig eigi að bregðast við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert