ESB styrkir samstarf HR um 2,2 milljarða

Frá fundi stjórnenda hinna níu evrópsku rannsóknarháskóla sem standa að …
Frá fundi stjórnenda hinna níu evrópsku rannsóknarháskóla sem standa að NeurotechEU-verkefninu. Ljósmynd/Aðsend

Há­skól­inn í Reykja­vík ásamt átta öðrum evr­ópsk­um há­skól­um munu fá sam­tals 2,2 millj­arða króna í styrk á fjór­um árum frá Evr­ópu­sam­band­inu, að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá HR.

Styrk­ur­inn kem­ur í gegn­um Era­smus+ og er til styrkt­ar NeurotechEU-sam­starf­inu sem HR er hluti af.

NeurotechEU er sam­starfs­verk­efnið há­skól­ana á sviði tauga­tækni (e. neuro-technology).

„Nem­end­ur há­skól­anna geta til að mynda sótt nám í öll­um há­skól­un­um og öðlast með því alþjóðlega reynslu og njóta góðs af sérþekk­ingu hvers há­skóla með þverfag­leg­um verk­efn­um og tækniþróun á þessu sviði,“ seg­ir í til­kynn­ingu.

Auk HR eru aðild­ar­há­skól­ar NeurotechEU: Rad­boud-há­skól­inn í Hollandi, Migu­el Her­nández-há­skól­inn í Elche á Spáni, Karol­inska-há­skóla­sjúkra­hús í Svíþjóð, Bonn-há­skól­inn í Þýskalandi, Boğaziçi-há­skól­inn í Tyrklandi, Oxford-há­skóli á Englandi, Iuliu Hațieg­anu-lækna­há­skól­inn í Rúm­en­íu, Debr­ecen-há­skól­inn í Ung­verjalandi og Lille-há­skól­inn í Frakklandi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert