Farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald

Karlmaðurinn hefur þegar sætt gæsluvarðhaldi í 11 vikur.
Karlmaðurinn hefur þegar sætt gæsluvarðhaldi í 11 vikur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglan á Suðurlandi hefur farið fram á fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald yfir karlmanni sem grunaður er um að hafa átt hlut í andláti ungrar konu á Selfossi í apríl. 

Þetta staðfestir Sveinn Kristján Rún­ars­son, yf­ir­lög­regluþjónn hjá lög­regl­unni á Suður­landi, í samtali við mbl.is. Hann segir málið hafa farið fyrir héraðsdóm á Selfossi í morgun og að niðurstöðu sé að vænta eftir hádegi.

Tveir voru handteknir í heimahúsi í lok apríl. Var öðrum þeirra sleppt í byrjun maí.

Hinn hefur sætt gæsluvarðhaldi í ellefu vikur, en sakborningar mega sæta gæsluvarðhaldi í tólf vikur. 

Fer lögreglan fram á gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert