Nýtt gasmælitæki var sett upp af Veðurstofu Íslands við gosstöðvarnar í gær. Tækið mælir magn brennisteinsdíoxíðs sem stígur upp frá gosinu.
Uppsetning mælisins var í höndum Benedikts Gunnars Ófeigssonar og Bergs H. Bergssonar, sérfræðinga hjá Veðurstofu Íslands.
„Mælingarnar gefa upplýsingar sem notaðar eru til að meta magn brennisteinsdíoxíðs sem losnar út í andrúmsloftið. Þessar upplýsingar eru svo nýttar í gasdreifingarspár. Magn brennisteinsdíoxíðs sem kemur úr gosinu skapast einnig með kvikuflæði og getur hjálpað til við að meta stærð goss á hverjum tíma,“ segir í Facebook-færslu Veðurstofu Íslands.
Hér má nálgast ítarlegri upplýsingar um gasmengun gossins.