Rennur í átt að hrauninu í Merardölum

Hraunið rennur í átt að gamla hrauninu í Merardölum.
Hraunið rennur í átt að gamla hrauninu í Merardölum. Ljósmynd/Ása Steinars

„Hraunið kem­ur enn þá bara úr sama gígn­um og renn­ur enn þá til suðurs eða suðaust­urs, svona allt eft­ir því hvernig lands­lagið er þarna og var víst að nálg­ast gamla hraunið í Mera­döl­um en ég er ekki búin að fá það staðfest,“ seg­ir Bjarki Kaldalóns Fri­is, nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur hjá Veður­stofu Íslands. 

Að sögn Bjarka held­ur áfram að malla en eng­ar meiri­hátt­ar breyt­ing­ar eru á stöðu eld­goss­ins.  Seg­ir hann að eng­in leið sé að vita hversu lengi komi til með að gjósa en hægt sé að sjá magn kvik­unn­ar og grein­ir hann frá því að við sein­ustu mæl­ing­ar hafi mælst um tólf rúm­kíló­metr­ar.

Tek­ur hann fram að nokkuð vinda­samt sé búið að vera við gosstöðvarn­ar, bæði í dag og í gær enda hafa gróðureld­ar grass­erað við gosstöðvarn­ar. Þar að auki sé Veður­stof­an ávallt að fylgj­ast með skjálfta­virkn­inni en að sögn Bjarka er hún búin að minnka til muna síðan gosið hófst. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert