Unnið var að því að slökkva gróðurelda í nágrenni eldgossins við Litla-Hrút þangað til klukkan var um tvö í nótt, að sögn Daníels Karlssonar, varðstjóra hjá slökkviliði Grindavíkur.
„Þetta gekk alveg, við náðum að slökkva minni eldinn alla vega sem var við göngustíginn,“ segir Daníel í samtali við mbl.is.
Hann segir að klukkan 8 hefjist undirbúningur slökkviliðsmanna og svo í kjölfarið verður hafist handa að nýju við slökkvistörf.