7.500 refir veiddir á hverju ári

Tófa í vetrarbúningi.
Tófa í vetrarbúningi. Jónas Erlendsson

„Mikilvægasta verkefni næstu ára er að vinna að stjórnunar- og verndaráætlun fyrir íslenska refinn og þar með talið að afla ítarlegra gagna, m.a. um það tjón sem hann er talinn valda en slík gögn eru nú takmörkuð.“ Þetta segir Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar.

Í áætlun stofnunarinnar um refaveiðar til ársins 2025 kemur fram að það þurfi að standa betur að refaveiðum. „Það vantar upp á skráningar þannig að það sé hægt að draga öruggar ályktanir.“

Stofninn hefur tífaldast á 30 árum

Eftir að hafa náð sögulegri lægð hefur íslenski refastofninn tífaldast á liðnum þrjátíu árum og veiðar á honum vaxið samhliða. Það er rakið til betri lífsskilyrða og aukins fæðuframboðs. Á milli 50 og 60 sveitarfélög sinna refaveiðum og standa þau mismunandi að þeim.

Upplýsingar um heildarveiði ná aftur til ársins 1957. Upphaflega var árleg veiði um 2.500 dýr en draga tók úr veiðinni til ársins 1974. Frá þeim tíma jukust veiðarnar hins vegar jafnt og þétt til ársins 2013. Umhverfisstofnun telur að mögulega væri betra að sveitarfélög sameinist um refaveiðar þar sem það á við frekar en að sinna veiðunum hvert í sínu lagi. Meðaltalsveiði áranna 2006-2010 var 6.055 refir en veiðitölur á tímabilinu sýna að veiddir eru um 7.500 refir á ári.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert