EXIT-Porsche lagt í stæði fyrir hreyfihamlaða

Porscche-bifreiðin sést hér í sérmerktu stæði fyrir fatlaða.
Porscche-bifreiðin sést hér í sérmerktu stæði fyrir fatlaða. Ljósmynd/Aðsend

Staðsetning Porche-bifreiðar sem ber einkanúmerið EXIT hefur vakið furðu enn á ný, en bifreiðin var mynduð í stæði sérmerktu fyrir hreyfihamlaða fyrir utan Landsbankann og héraðsdóm Reykjaness. 

Bíllinn hefur áður vakið athygli fyrir að rata á sérkennilega staði, en fyrr í mánuðinum sást til bifreiðarinnar þar sem hún var ein og yfirgefin á umferðareyju í Reykjavík. 

Eigandi bílsins er Sigurður Elí Bergsteinsson, eigandi skemmtistaðarins EXIT og matsölustaðarins Vefjunnar. 

Gat ekki lagt með fatlaðan son sinn

Guðmundur St. Ragnarsson, átti leið hjá bílnum og smellti mynd af honum. Hann furðaði sig á staðsetningu bílsins á Facebook-reikningi sínum og kvaðst efast um að að eigandinn væri fatlaður.

Í samtali við mbl.is sagði Guðmundur vinkonu sína hafa greint frá því að hún hafi átt leið hjá sama dag og ætlað að leggja í stæðið með fatlaðan son sinn. Bíllinn hafi hins vegar enn verið í stæðinu, þá kominn með sekt, og hún þurfti því að leggja lengra frá. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert