Hjón frá Kúrdistan í doktorsnámi á Íslandi

Poorya og Parinaz með soninn Kardo.
Poorya og Parinaz með soninn Kardo. mbl.is/Árni Sæberg

Við höfðum alltaf hugsað okkur að fara í nám annars staðar en í Íran og kynnast um leið nýju landi og nýrri menningu. Slík reynsla getur verið dýrmæt,“ segir Poorya Foroutan Pajoohian í viðtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins. 

Poorya og eiginkona hans Parinaz Mahdavi eru bæði í doktorsnámi á Íslandi en þau eru komin langt að því þau eru frá Kúrdistan í Íran. 

„Við sóttum um nám í nokkrum löndum og fengum svör frá skólum í Þýskalandi, Austurríki og Íslandi. Staðan sem mér bauðst á Íslandi hentaði best mínu sérsviði og ég er því ánægður með ákvörðunina um að koma hingað. Konan mín var í krabbameinsrannsóknum í meistaranáminu og er einnig í krabbameinsrannsóknum í doktorsnáminu hér. Dvölin hefur verið æðisleg og hér höfum við eignast vini, segir Poorya en hingað komu þau í janúar 2001. 

Poorya Foroutan Pajoohian var útnefndur ungur vísindamaður Landspítala árið 2023 en valið var kynnt á Vísindum á vordögum, árlegri uppskeruhátíð vísindastarfs á spítalanum. Viðtalið við hann í heild sinni er að finna í Sunnudagsblaðinu. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert