„Um það bil að kyssa 2022 hraunið“

Nýja hraunið er um það bil að kyssa 2022 hraunið.
Nýja hraunið er um það bil að kyssa 2022 hraunið. Ljósmynd/Rannsóknarstofa í eldfjallafræði og náttúruvá.

Hraunið sem rennur úr gosstöðvunum við Litla-Hrút náði í gær þeim áfanga að flæða inn á hraunbreiðuna, sem kom úr eldgosinu við Fagradalsfjall árið 2021, í norðaustan verðum Meradölum.

Er þetta í samræmi við spár jarðvísindamanna en frá þessu er greint á Facebook-síðu Rannsóknarstofu Háskóla Íslands í eldfjallafræði og náttúruvá. Þar segir einnig að hraunið sé „um það bil að kyssa 2022 hraunið“.

Í annarri færslu rannsóknarstofunnar kemur fram að rannsóknarhópurinn hafi náð góðum sýnum af hrauninu. Kom í ljós að hraunið inniheldur verulegt magn af feldspat stór kristöllum allt að 5 mm í þvermál. 


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert