Alls 50 manns hafa verið ákærðir í tengslum við „Operation Match Point“ í Brasilíu, þeirra á meðal er höfuðpaurinn Sverrir Þór Gunnarsson, betur þekktur sem Sveddi Tönn.
Þessu greinir Rúv frá en ákæruskjalið er yfir 400 blaðsíður.
Sverrir er ákærður fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot á alþjóðavísu, hlutdeild í sambærilegum brotum og skipulagða glæpastarfsemi. Verði hann sakfelldur getur það haft með sér í för meira en 45 ára fangelsisvist.
Alls voru 32 handteknir í aðgerðum lögreglunnar í apríl og þá hafa 20 bæst til viðbótar.