Gera ráð fyrir áframhaldandi gæsluvarðhaldi

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gera má ráð fyrir að farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum sem grunaður er um morð í iðnaðar­hverfi í Hafnar­f­irði 17. júní á grund­velli al­manna­hags­muna. 

Þetta staðfestir Ævar Pálmi Pálmasson aðstoðaryfirlögregluþjónn við mbl.is en gæsluvarðhaldsúrskurður yfir sakborningnum rennur út 19. júlí. 

Karlmaðurinn er Pólverji um fertugt og er grunaður um að hafa orðið öðrum pólskum karlmanni á fimmtugsaldri að bana með hníf. Atvikið átti sér stað í svefnherbergi hins síðarnefnda en mennirnir voru meðleigjendur.

Maðurinn læt­ur eft­ir sig eig­in­konu og stjúp­barn í Póllandi en einnig átti hann ætt­ingja á Íslandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka