Manns leitað með dróna við gossvæði í nótt

Eldgos við Litla-Hrút.
Eldgos við Litla-Hrút. mbl.is/Árni Sæberg

Um klukkan 2 í nótt voru björgunarsveitir á Suðurnesjum kallaðar út vegna manns sem hafði orðið viðskila við vin sinn þar sem þeir voru á gangi norðan við Keili.

Þetta staðfestir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við mbl.is. Hann segir vin mannsins hafa gengið fram á björgunarsveitarfólk við gosvakt við Höskuldarvallarveg og greint þeim frá stöðunni.

Ekki sé um svæði á hefðbundinni gönguleið að ræða.

Í kjölfarið hafi mannsins verið leitað en hann fannst með dróna um klukkan 3.30 og tók lögregla svo við í kjölfarið, fór á móti manninum og sótti hann.

Gossvæðið er enn lokað en ákvörðun er varðar daginn í dag verður tekin á fundi núna klukkan 9 í morgunsárið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert