Merkur áfangi en lyfin verða dýr

Guðlaugur Eyjólfsson, framkvæmdarstjóri Alzheimersamtakanna á Íslandi, segir lyfið tímamót en …
Guðlaugur Eyjólfsson, framkvæmdarstjóri Alzheimersamtakanna á Íslandi, segir lyfið tímamót en að það verði dýrt og að sjúklingar þurfi að uppfylla ákveðin skilyrði til að geta fengið það. Samsett mynd

 „Þetta er búið að vera í undirbúningi í langan tíma. Fréttir af þróun lyfsins bárust fyrst árið 2016. Síðan þá hafa nokkur svipuð lyf verið í þróun. Í fyrra kom lyf sem er nokkuð svipað umræddu lyfi en tilkoma þess gaf aukna von um að nýja lyfið gæti staðið undir vonum,“ segir Guðlaugur Eyjólfsson, framkvæmdarstjóri Alzheimersamtakanna á Íslandi, í samtali við mbl.is.

Niður­stöður sem voru birt­ar í dag sýna fram á að lyfið dona­nem­ab hæg­ir á hrörnun heila Alzheimer-sjúk­linga um þriðjung. Lyfið er sam­bæri­legt lyf­inu leca­nem­ab sem hef­ur verið lofað af vís­inda­sam­fé­lag­inu. 

Tafir geti valdið vonbrigðum

Guðlaugur fagnar niðurstöðunum og segir þau mikilvæg tímamót, en hann telur tafir og aðrar hindranir geta valdið fólki vonbrigðum.

„Svona ferli geta auðvitað tekið langan tíma, en fyrir utan það eru þetta gríðarlega dýr lyf, svo að við sjáum ekki fyrir okkur að það fari í almenna notkun á næstunni. Sjúklingarnir sjálfir þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði til að geta fengið lyfið, svo að hópurinn sem gæti nýtt sér það væri ekki endilega stór svona til að byrja með,“ segir Guðlaugur.

„Það er samt sem áður mikil bjartsýni sem að fylgir þessu og við fylgjumst spennt með framhaldinu. Í svona ferli eru nokkur mikilvæg tímamót og þessi stund tilheyrir klárlega þeim hópi,“ bætir Guðlaugur við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert