Hneig niður við gosstöðvarnar

Þyrlan var á vettvangi þegar atvikið átti sér stað og …
Þyrlan var á vettvangi þegar atvikið átti sér stað og flutti einn á slysadeild í Reykjavík. mbl.is/Guðlaugur J. Albertsson

Ferðamaður var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar frá gosstöðvunum nú í kvöld til aðhlynningar á Landspítalanum. Þetta staðfesti talsmaður Landhelgisgæslunnar í samtali við mbl.is.

Þyrlan var fengin til að aðstoðar við flutninginn eftir að atvik kom upp við gosstöðvarnar, en Hreggviður Símonarson, stýrimaður Landhelgisgæslunnar, gat ekki sagt til um hvort um slys eða veikindi hafi verið að ræða.

Uppfært kl. 22.41:

Ferðamaðurinn sem þyrla Landhelgisgæslunnar sótti að gosstöðvunum fyrr í kvöld hneig niður vegna veikinda, en ekki vegna slysfara skv. því sem mbl.is hefur fengið staðfest.

Atvikið varð skammt frá hraunjaðrinum og hófu viðbragsaðilar frá björgunarsveitum sem þegar voru kallaðir til, endurlífgunartilraunir á staðnum.

Maðurinn er kominn á sjúkrahús, en ekki liggja fyrir nánari upplýsingar um líðan hans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert