Hraun flæði að Suðurstrandarvegi um miðjan ágúst

Svona leit gígurinn við Litla-Hrút út síðdegis í gær.
Svona leit gígurinn við Litla-Hrút út síðdegis í gær. mbl.is/Árni Sæberg

Að öllu óbreyttu mun hraun ná Suðurstrandarvegi upp úr miðjum ágúst. Þetta gefur spálíkan Harnar Hrafnsdóttur hjá Verkís til kynna. 

Forsendurnar sem gefnar eru að gosið haldist óbreytt hvað varðar kvikuframleiðni, samsetningu, hitastig og seigju kvikunar, sem og að flutningskerfi (þ.e. hraunáin) viðhaldi sér og haldi áfram að lengjast.

Rannsóknarstofa í eldfjallafræði og náttúruvá við Háskóla Íslands birti myndasyrpu af niðurstöðum úr HEC-RAS hermuninni á Facebook.

Á myndunum hér að neðan má sjá hvernig spáin fyrir hraunflæðið lítur út.

Fyrsta myndin sýnir legu hraunbreiðunnar eins og hermunin gaf hana …
Fyrsta myndin sýnir legu hraunbreiðunnar eins og hermunin gaf hana í gær, 17. júlí, og stemmir vel við mælingar.
Önnur mynd gefur til kynna að hraunið flæði út úr …
Önnur mynd gefur til kynna að hraunið flæði út úr skarðinu, þar sem hvíta örin er, sem liggur beint austur af Meradölum þann 22. júlí.
Þriðja myndin bendir til þess að hraunbreiðan fari að nálgast …
Þriðja myndin bendir til þess að hraunbreiðan fari að nálgast Leggjabrótarhraun í lok mánaðar.
Sú fjórða spáir því að hraunið flæði fram af Méltunnuklifinu …
Sú fjórða spáir því að hraunið flæði fram af Méltunnuklifinu upp úr miðjum ágúst og nái þar með til Suðurstrandavegar.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert