Lokað vegna jarðskjálfta

Habbý Ósk neyddist til að loka sýningu sinni tímabundið af …
Habbý Ósk neyddist til að loka sýningu sinni tímabundið af náttúrulegum orsökum.

Loka þurfti sýningu myndlistakonunnar Habbýjar Óskar í Listasal Mosfellsbæjar vegna tveggja verka sem féllu á gólfið og löskuðust í jarðskjálftahrinu í aðdraganda eldgossins á Reykjanesskaga. Varð þetta atvik viku eftir að sýning hennar opnaði.

Samkvæmt fréttatilkynningu frá Listasal Mosfellsbæjar hefur listakonan aldrei áður á sínum ferli þurft að loka sýningu vegna jarðskjálfta og vonar að slíkt fái hún ekki að reyna á ný.

Tengsl geta verið viðkvæm

Sýningin ber titilinn Components sem vísar í það ástand að vera hluti af stærri heild eða kerfi og áhrif þess.

„Tengslin á milli parta geta verið viðkvæm og oft má lítið út af bregða til að breytingar verði og að heildin falli eða kerfið hrynji. Sýningin samanstendur af skúlptúrum og ljósmyndum þar sem verkin reiða sig á að hver partur standi sig. Tengslin sem þeir mynda verða hluti af heild og stærra kerfi en eru jafnframt aðskiljanlegir. Sýningin var opnuð aftur 17. júlí og verður framlengd til 4. ágúst,“ segir að lokum í tilkynningunni.

Þetta er á meðal þeirra verka sem skemmdust.
Þetta er á meðal þeirra verka sem skemmdust.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert