Lokar þingfestingu í manndrápsmáli

Þingfesting verður lokuð.
Þingfesting verður lokuð. mbl.is/Ómar Óskarsson

Jónas Jóhannsson, dómari við Héraðsdóm Reykjaness, hefur ákveðið að þingfesting ákæru í manndrápsmáli í Hafnarfirði verði lokuð. Tekur hann þá ákvörðun á grundvelli ungs aldurs sakborninga. Þrír af fjórum sakborningum eru undir 18 ára aldri. 

Rúv greinir frá þessu. 

Þingfesting verður á föstudag en þá verða sakborningar beðnir um að gefa upp afstöðu sína til sakarefnanna. 

Í skriflegu svari til Rúv segir Jónas að hann muni kanna sjónarmið ákæruvaldsins, verjanda, sakborninga og forsjáraðila barnanna þriggja þegar málið verði þingfest til þess að kanna hvort seinni þinghöld í málinu verði einnig lokuð eða ekki. 

Þrír ungir menn eru ákærðir fyrir að verða pólskum karlmanni að bana á bílastæði við Fjarðakaup í apríl. Var hann úrskurðaður látinn á vettvangi. 

Fjögur voru upphaflega handtekin, en gæsluvarðhald yfir henni var fellt úr gildi af Landsrétti. Hún er ákærð fyrir brot gegn hjálparskyldunni. 

Drengirnir hafa allir sætt gæsluvarðhaldi síðan í apríl, einn er vistaður á Hólmsheiði en tveir á Stuðlum sökum ungs aldurs.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka