Ferðamaðurinn sem hneig niður er látinn

Dánarorsök er ekki ljós að svo stöddu.
Dánarorsök er ekki ljós að svo stöddu.

Ferðamaðurinn sem hneig niður við gosstöðvarnar í gærkvöldi og var sóttur af þyrlu Landhelgisgæslunnar er látinn. Maðurinn var á sextugsaldri.

Þetta staðfestir Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum, í samtali við mbl.is. Hann segir lítið meira hægt að gefa upp að svo stöddu. Spurður hvort hann telji málið tengjast gasmengun segist hann telja það ólíklegt.

Maðurinn hneig niður skammt frá hraunjaðrinum og hófu viðbragðsaðilar frá björgunarsveitum endurlífgunartilraunir á vettvangi. Í kjölfarið var maðurinn fluttur á sjúkrahús. Í fyrri fréttum mbl.is var greint frá því að um hefði verið að ræða veikindi en ekki slys.

Uppfært klukkan 09.57 

Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum kemur fram að maðurinn hafi misst meðvitund á gönguleið og verið úrskurðaður látinn við komu á sjúkrahús. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert