Gæsluvarðhald framlengt til 15. ágúst

mbl.is/Eggert

Héraðsdómur hefur á grundvelli almannahagsmuna ákveðið að framlengja gæsluvarðhald yfir karlmanni sem grunaður er um manndráp í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði 17. júní.

Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðin, staðfesti þetta í samtali við mbl.is. Upphaflegur gæsluvarðhaldsúrskurður rann út í dag. 

Hinn grunaði er pólskur karlmaður um fertugt. Hann er grunaður um að hafa ráðið samlanda sínum bana með hnífi. Átti atvikið sér stað í svefnherbergi síðarnefnda en þeir voru meðleigjendur.

Hinn látni lætur eftir sig eiginkonu og stjúpbarn í Póllandi en á einnig ættingja á Íslandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert