Halda áfram að verða viðskila og örmagna við gosið

Nokkur fjöldi fólks hefur lagt leið sína að gosstöðvunum við …
Nokkur fjöldi fólks hefur lagt leið sína að gosstöðvunum við Litla-Hrút. mbl.is/Kristinn Magnússon

Vinna björgunarsveita við gosstövarnar hélt áfram í kvöld og í nótt þar sem einhverjir ferðamenn urðu viðskila við hópa sína og aðrir örmagna.

Að sögn Jóns Þórs Víglundssonar upplýsingafulltrúa Landsbjargar hafði eitthvað farið að tínast af svæðinu áður en gígbarmurinn brast í nótt.

Þá hafi ferðamenn orðið viðskila við hópa sína en fundist fljótt og aðrir orðið örmagna við komuna á gosstöðvarnar og fengið far í bæinn.

Einn ferðamaður á sextugsaldri hneig niður við gosstöðvarnar í gær og lést í kjölfarið. Þyrla Landhelgisgæslunnar kom á vettvang og hóf björgunarsveitarfólk endurlífgunartilraunir á staðnum. Ekki er hægt að segja til um dánarorsök að svo stöddu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert