Skýstrókur æðir um hraunið

„Þarna verður mikið hitauppstreymi og það er það sem skapar aðstæður þar sem svona skýstrókur getur myndast, loftið verður óstöðugt og þá ertu kominn með aðstæður sem geta myndað skýstrók,“ segir Birgir Örn Höskuldsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands.

Skýstrókur mikill fór um gosstöðvarnar á Reykjanesskaga í dag og þyrlaði upp ryki á leið sinni yfir úfið hraunið, eins og sjá má á myndskeiðinu hér að ofan. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert