Nýjar myndir – stór hraunpollur vestan við gíginn

Hraunið flæðir nú í vesturátt en gíg­ur­inn þarf að byggj­ast …
Hraunið flæðir nú í vesturátt en gíg­ur­inn þarf að byggj­ast upp aft­ur til þess að hraun fari aft­ur að renna til suðurs. Ljósmynd/Rannsóknarstofa í eldfjallafræði og náttúruvá

Rannsóknarstofa Háskóla Íslands í eldfjallafræði og náttúruvá birti fyrir stuttu nýjar myndir af gosstöðvunum við Litla-Hrút en í nótt brast gígbarmurinn og flæðir því hraun í vesturátt. 

Í facebook-færslu segir að stór hraunpollur hafi myndast vestan við gíginn. 

HEC-RAS-hraunhermanir Harnar hjá Verkís sýna að líklegast er að þetta hraun flæði sömu leið og hraunið sem myndaðist fyrr í 2023-gosinu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert