Rannsóknarstofa Háskóla Íslands í eldfjallafræði og náttúruvá birti fyrir stuttu nýjar myndir af gosstöðvunum við Litla-Hrút en í nótt brast gígbarmurinn og flæðir því hraun í vesturátt.
Í facebook-færslu segir að stór hraunpollur hafi myndast vestan við gíginn.
„HEC-RAS-hraunhermanir Harnar hjá Verkís sýna að líklegast er að þetta hraun flæði sömu leið og hraunið sem myndaðist fyrr í 2023-gosinu.“