Rútubann í Vesturbænum

Oft er þröng á þingi þegar fólksflutningabílar eru að mætast …
Oft er þröng á þingi þegar fólksflutningabílar eru að mætast í miðbæ Reykjavíkur. mbl.is/Hari

Umhverfis- og skipulagsráð hefur samþykkt að banna umferð hópbifreiða og annarra ökutækja yfir átta metra á lengd á 34 götum í miðbæ og vesturbæ Reykjavíkur.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag, miðvikudag.

Göturnar eru þessar: Ásvallagata, Bakkastígur, Bárugata vestan Ægisgötu, Blómvallagata, Brávallagata, Brekkustígur, Brunnstígur, Bræðraborgarstígur, Framnesvegur austan Sólvallagötu, Garðastræti, Grófin, Hávallagata, Holtsgata, Hólatorg, Hólavallagata, Hrannarstígur, Kirkjugarðsstígur, Ljósvallagata, Marargata, Naustin, Nýlendugata, Ránargata vestan Ægisgötu, Seljavegur, Sólvallagata, Stýrimannastígur, Tryggvagata,Túngata vestan Hrannarstígs, Unnarstígur, Vesturgata vestan Ægisgötu að Ánanaustum, Vesturvallagata og Öldugata vestan Ægisgötu.

Undanþegin banni verði ökutæki merkt akstursþjónustu sem fellur undir lög um málefni fatlaðs fólks og ökutæki merkt Reykjavíkurborg og sorphirðu.

Kerfið reynst ágætlega

Greinargerð fylgdi tillögunni, undirrituð af samgöngustjóra Reykjavíkur. Þar kemur fram að ferðaþjónusta hafi vaxið mikið á áratugnum eftir bankahrunið 2008.

Fylgifiskur þess vaxtar var akstur stórra hópbifreiða í þéttu umhverfi miðborgarinnar, svo árið 2015 var lagt á bann við akstri ökutækja lengri en átta metra innan hennar.

Árið 2017 var svo nýtt fyrirkomulag tekið í notkun, þar sem hópbifreiðum var einnig gert óheimilt að aka innan bannsvæðisins og útvegaði borgin þess í stað stæði sem ætluð eru hópbifreiðum til að ná í og skila af sér farþegum, safnstæði hópbifreiða.

Þetta kerfi hefur reynst ágætlega, að sögn samgöngustjóra, en stæðin hafa tekið einhverjum breytingum síðan þá.

Meira í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert