Árshækkun leigu 11,2%

Samkvæmt yfirliti Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) hækkaði vísitala leiguverðs á …
Samkvæmt yfirliti Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) hækkaði vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu í júní um eitt prósentustig frá fyrri mánuði. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Leiguverð íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um nærri ellefu prósent á einu ári.

Samkvæmt yfirliti Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) hækkaði vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu í júní um eitt prósentustig frá fyrri mánuði.

Síðustu þrjá mánuði hefur hún hækkað um 3,2% og síðastliðna tólf mánuði hækkaði hún um 11,2%, að því er fram kemur í frétt á vef stofnunarinnar.

Nýtt yfirlit yfir þróun húsnæðiverðs á höfuðborgarsvæðinu skv. breytingum á vísitölu húsnæðisverðs leiðir í ljós að hún lækkaði í seinasta mánuði um 1,1% á milli mánaða.

„Síðastliðna 3 mánuði hækkaði vísitalan um 0,3%, síðastliðna 6 mánuði hækkaði hún um 1,6% og síðastliðna 12 mánuði hækkaði hún um 2,7%,“ segir ennfremur á vefsíðu HMS.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert