Áhugi erlendra ferðamanna á að koma hingað til lands nú í sumar hefur aukist að sögn Jóhannesar Þórs Skúlasonar, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar.
Hann segir þó ekki hægt að greina milli þess almennt, hvort aukin eftirspurn sé vegna eldgoss eða ofsahitans erlendis.
„Eftirspurn eftir Íslandi er afar mikil, enda Ísland með gott orðspor og ferðamenn sem koma hingað til lands mjög ánægðir“, segir Jóhannes. „Við verðum vör við aukinn áhuga í sölukerfi hinna ýmsu aðila, sérstaklega á að koma og skoða eldgosið.“
Jóhannes segir ferðamenn enn eiga möguleika á að koma hingað til lands, þó að fyrirvarinn sé stuttur, enda enn hægt að fá bæði gistingu og leigða bíla, „þó það sé líklega aðeins flóknara fyrir stóra hópa.“
Meira í Morgunblaðinu í dag, fimmtudag.