Hlýjast á Suður- og Vesturlandi um helgina

Frá Austurvelli.
Frá Austurvelli. mbl.is/Kristinn Magnússon

Björn Sævar Einarsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir í samtali við mbl.is að spár geri ráð fyrir að hlýjast verði á Suður- og Vesturlandi um helgina. Þó má búast við vætu á stöku stað.

„Það verður almennt hlýjast á Suður- og Vesturlandi um helgina, þrátt fyrir þessar skúrir. Það er ekki von á miklum vindi en það verður víða einhver úrkoma með köflum,“ segir Björn.

Fínt að láta reyna á eldgosið

Aðspurður um aðstæður við gosstöðvarnar segir Björn að það megi búast við skúrum þar eins og annars staðar.

„Veðurskilyrði við gosstöðvarnar geta verið misjafnar. Það verða líklega einhverjar skúrir þar eins og annars staðar en ég held að það sé bara fínt að láta reyna á það. Það er að sjálfsögðu bara mikilvægt að fylgjast ávallt vel með aðstæðum,“ segir Björn.

Veður­vef­ur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert