Hraunið flæðir aftur til suðurs

Eldgos við Litla-Hrút.
Eldgos við Litla-Hrút. mbl.is/Kristinn Magnússon

Morg­unn­inn fer ró­lega af stað í gos­mál­um hjá Veður­stofu Íslands en að sögn nátt­úru­vár­sér­fræðings virðist hraunið aft­ur farið að flæða til suðurs, sé litið á vef­mynda­vél­ar.

„Það er voða lítið nýtt,“ seg­ir Hulda Rós Helga­dótt­ir nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur.

Allt með til­tölu­lega kyrr­um kjör­um?

„Já, alla­veg­anna í skjálft­um, ekk­ert óvenju­legt að sjá á mæl­um, gosið virðist malla þarna og það virðist á vef­mynda­vél­um að sjá að hraunið sé aft­ur farið að flæða til suðurs. Það er það helsta,“ seg­ir Hulda.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert