Morgunninn fer rólega af stað í gosmálum hjá Veðurstofu Íslands en að sögn náttúruvársérfræðings virðist hraunið aftur farið að flæða til suðurs, sé litið á vefmyndavélar.
„Það er voða lítið nýtt,“ segir Hulda Rós Helgadóttir náttúruvársérfræðingur.
Allt með tiltölulega kyrrum kjörum?
„Já, allaveganna í skjálftum, ekkert óvenjulegt að sjá á mælum, gosið virðist malla þarna og það virðist á vefmyndavélum að sjá að hraunið sé aftur farið að flæða til suðurs. Það er það helsta,“ segir Hulda.