Láta ekki ná í sig vegna málsins

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Ásmundur Einar Daðason, barna- og …
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Ásmundur Einar Daðason, barna- og menntamálaráðherra. Samsett mynd

Ásmundur Einar Daðason barna- og menntamálaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hafa ekki látið ná í sig til að veita viðtöl vegna ásakana Ásu Skúladóttur og systur hennar á hendur Ásmundi og föður hans, Daða Einarssyni.

Blaðamaður mbl.is hefur ítrekað reynt að hafa samband við Ásmund í dag og í gær, án árangurs. Sigurður hefur þá ekki svarað símtölum mbl.is til að svara því hvort málið hafi verið rætt innan Framsóknarflokksins.

Daði Einarsson segir í samtali við mbl.is að hann kjósi að tjá sig ekki um málið.

Lögreglan á Vesturlandi segir í svari við fyrirspurn mbl.is að henni sé ekki heimilt að svara erindinu efnislega hvað varðar rannsókn málsins. 

Sakar ráðherra um tvö innbrot

Ása Skúladóttir, stjar­neðlis­fræðing­ur og ein þriggja systra sem standa fyr­ir hlaðvarpinu Lömbin þagna ekki, sakaði Ásmund um tvö innbrot í samtali við mbl.is í gær. Í hlaðvarpinu deila systurnar sögu sinni af hatrömmum ættardeilum sem hafa staðið síðan árið 2007.

Sakaði Ása bæði Ásmund og Daða um ýmis skemmdarverk og ógnir gegn föður sínum vegna landareignarinnar Lambeyra í Dölum. Skúli Einarsson, faðir Ásu, á jörðina núna ásamt tveimur systrum sínum og mági. Jörðin var upphaflega í eigu allra átta barna Ein­ars Valdi­mars Ólafs­sonar sem lést 2007. 

Öll börnin áttu þá 1/8 hluta hvert en Daði tók við búskap á jörðinni áður en hann sigldi rekstri jarðarinnar í þrot árið 2017 að sögn Ásu. Þá fór jörðin á uppboð þar sem Skúli keypti hana.

„Þegar lög­regl­an er kom­in er Ásmund­ur inni í hús­inu. Það sem er svo ógn­væn­legt við þetta er að hann var ekki einn. Á hlaðinu voru tveir til þrír stór­ir bíl­ar og menn með hon­um. Ásmund­ur hélt því fram að hann væri í flutn­ing­um og lög­regl­an lét það vera að hafa af­skipti af hon­um,“ sagði Ása í gær um ráðherrann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert