Skjálfti af stærðinni 3 mældist við Skjaldbreið

Skjaldbreiður skelfur.
Skjaldbreiður skelfur. mbl.is/RAX

Skjálfti af stærðinni 3 mældist við Skriðu suðaustan við Skjaldbreið á fjórða tímanum síðdegis í dag.

Þetta staðfestir Hulda Rós Helgadóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Hulda segir skjálftann hluta af skjálftahrinu sem staðið hefur yfir við Skjaldbreið seinustu daga. Hrinan hófst um 14. júlí.

Skjálftinn mældist kl. 15.24 og er sá stærsti í hrinunni.

„Þetta er stærsti skjálftinn hingað til á þessu svæði en það er ekkert útilokað að það komi einhverjir af þessari stærð,“ segir Hulda í samtali við mbl.is. Bætir hún við að hrinan sé ekki kvikutengd heldur hafi hún meira að gera með spennulosun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert