Alls hafa tæplega 60 jarðskjálftar mælst í skjálftahrinu við Skriðu, suðaustur af Skjaldbreið. Hrinan hófst 15. júlí síðastliðinn.
Stærsti skjálftinn varð í dag klukkan 15.24 og mældist hann 3 að stærð.
Veðurstofu Íslands hefur borist tvær tilkynningar um að hans hafi orðið vart í byggð.