Allt uppbókað í Grindavík

Tjaldsvæðið í Grindavík er uppbókað alla daga.
Tjaldsvæðið í Grindavík er uppbókað alla daga. Ljósmynd/Tjaldsvæðið í Grindavík

Samkvæmt tölum Ferðamálastofu þá gengu 2.186 manns að gosinu við Litla-Hrút á miðvikudag og yfir 3.000 manns daginn þar á undan.

Ferðamennirnir leggja oft leið sína í gegnum Grindavík og þar á bæ er því nóg að gera. Tjaldsvæðið í Grindavík er fullbókað alla daga samkvæmt Sreten Ævari, umsjónarmanni tjaldsvæðisins.

Segir hann við Morgunblaðið að tvöfalda hafi þurft starfsmannafjölda á vakt og að munurinn á ferðamönnum sem hafa komið eftir gosið og á ferðamönnum fyrir gosið sé sá að gosferðamennirnir séu oft í margar nætur í röð.

Fólk vill koma beint til Íslands

Inga Sigríður Gunndórsdóttir, sem rekur Hótel Grindavík og veitingahúsið Brúna, segir mikla aukningu hafa verið í bókunum á hótelið um leið og gosið hófst.

Einnig er hún með veitingastað við hótelið og hefur verið nóg að gera þar líka. „Það er eins og fólk hoppi bara upp í flugvél og ákveði bara „beint til Íslands“,“ segir Inga kímin í samtali við Morgunblaðið.

Umfjöllunin í heild sinni má lesa í Morgunblaði dagsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert