Andlát: Erlendur Jónsson

Erlendur Jónsson, kennari, rithöfundur og bókmenntagagnrýnandi er látinn.
Erlendur Jónsson, kennari, rithöfundur og bókmenntagagnrýnandi er látinn.

Er­lend­ur Jóns­son, kenn­ari, rit­höf­und­ur og bók­mennta­gagn­rýn­andi, lést á Landa­koti 17. júlí síðastliðinn, 94 ára að aldri.

Er­lend­ur fædd­ist 8. apríl 1929 á Geit­hóli í V-Húna­vatns­sýslu. For­eldr­ar hans voru Stef­an­ía Guðmundína Guðmunds­dótt­ir ljós­móðir og Jón Ásmunds­son bóndi.

Er­lend­ur lauk stúd­ents­prófi frá Mennta­skól­an­um á Ak­ur­eyri árið 1950. Hann lauk BA-prófi í ís­lensku og mann­kyns­sögu, auk upp­eld­is- og kennslu­fræði frá Há­skóla Íslands 1953. Þá stundaði Er­lend­ur nám í ensk­um og am­er­ísk­um sam­tíma­bók­mennt­um við Há­skól­ann í Bristol á Englandi 1965-1966.

Er­lend­ur var bók­mennta­gagn­rýn­andi á Morg­un­blaðinu í ríf­lega 40 ár, eða frá 1963 til 2007. Hann var kenn­ari við Gagn­fræðaskóla Aust­ur­bæj­ar, síðar Vörðuskóla, á ár­un­um 1953-1980 og færði sig þá yfir í Iðnskól­ann í Reykja­vík og kenndi þar til árs­ins 1999.

Er­lend­ur var formaður Fé­lags há­skóla­menntaðra kenn­ara um tveggja ára skeið og sat í stjórn Banda­lags há­skóla­manna 1965-1970, fyrst sem rit­ari og síðar vara­formaður. Þá var hann í stjórn Fé­lags ís­lenskra rit­höf­unda 1972-1974 og fljót­lega eft­ir það tók hann þátt í und­ir­bún­ingi að sam­ein­ingu rit­höf­unda­fé­laga og end­ur­skipu­lagn­ingu Rit­höf­unda­sam­bands Íslands.

Eft­ir Er­lend liggja fjöl­mörg rit­verk; fræðibæk­ur, ljóð og smá­sög­ur. Hann samdi jafn­framt nokk­ur út­varps­leik­rit, m.a. Minn­ing­ar úr Skugga­hverfi, sem hann fékk verðlaun fyr­ir í leik­rita­sam­keppni RÚV árið 1986.

Er­lend­ur gaf út end­ur­minn­inga­bók sína, Svip­mót og mann­gerð, árið 1993, en þar sagði hann m.a. frá kynn­um sín­um af höf­und­um, út­gef­end­um og öðrum sem létu að sér kveða í menn­ing­ar­lífi þjóðar­inn­ar á seinni hluta 20. ald­ar. Þar koma við sögu menn eins og Guðmund­ur G. Hagalín, Krist­mann Guðmunds­son og Þór­berg­ur Þórðar­son.

Eft­ir­lif­andi eig­in­kona Er­lend­ar er Marta Ágústs­dótt­ir, f. 1928, lengi starfsmaður Fé­lags­mála­stofn­un­ar Reykja­vík­ur.

Morg­un­blaðið þakk­ar Er­lendi langa sam­fylgd og send­ir aðstand­end­um inni­leg­ar samúðarkveðjur.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert